Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

6.7.2020

Tímabundin breyting á reglum um Kvikmyndasjóð vegna Covid-19

Samkvæmt breytingu á reglugerð um Kvikmyndasjóð gilda tímabundnar heimildir til að veita viðbótarstyrki til framleiðslu kvikmynda ef forsendubrestur eða óvænt áföll sem rekja má til áhrifa Covid-19 hafa haft áhrif á framleiðsluna.

Með heimildinni er ætlað að bregðast við kostnaðarauka verkefna sem kann að hafa skapast vegna röskunar sem rekja má til Covid-19 heimsfaraldursins. Styrkveitingar á grundvelli þessarar heimildar eru bundnar við verkefni sem þegar hafa hlotið framleiðslustyrki frá KMÍ og eru einungis veittar sem hækkun eða viðbótarstyrkir til verkefna sem nú þegar eru í framleiðslu, þar sem ófyrirsjáanlegur kostnaðarauki eða óvænt áföll réttlæta hækkun gildandi framleiðslustyrks.

Framleiðslutímabil kvikmyndar þarf að hafi farið á stað fyrir 1. mars 2020 og viðbótarstyrk er ætlað að mæta kostnaðarauka vegna breyttra forsendna við framleiðsluna. Þá er styrkveitingin skilyrt við beinan kostnað við helstu framleiðsluþætti kvikmyndarinnar, en t.d. ekki stjórnunar og skrifstofukostnað sem skapast hefur vegna tafa, eða hækkunar á fjármögnunarkostnaði kvikmyndaverkefnis.

Heimilt er að sækja um ofangreinda styrki til 1. október nk. og skal umsóknum fylgja:

  • Greinargerð um ástæður kostnaðarauka við framleiðslu myndarinnar vegna alheimsfaraldurs á tímabilinu
  • Uppfærð kostnaðaráætlun eins og hún liggur fyrir að gefnum þeim kostnaðarauka og samanburði við upphaflega áætlun
  • Uppfærð framleiðslu / framvinduáætlun vegna framleiðslu kvikmyndar þar sem nánar er tiltekið hvaða þættir hafa tekið breytingum og áhrif þeirra á kostnað.
  • Samningar sem kunna að hafa verið gerðir um einstaka verkþætti sem leiða til hækkunar eða annað eftir því sem við á.