Um KMÍ
Á döfinni

8.5.2019

Tryggð valin á kvikmyndahátíðina í Sydney: „Europe! Voices of Women in Film“

Ásthildur Kjartansdóttir leikstjóri kvikmyndarinnar Tryggð mun taka þátt í sýningaröðinni „Europe! Voices of Women in Film“ á kvikmyndahátíðinni í Sydney sem fer fram dagana 5. - 16. júní 2019. 

Sýningaröðin kemur til með að sýna myndir eftir 10 evrópska kvenleikstjóra  og mun Ásthildur vera viðstödd hátíðina til að kynna kvikmynd sína. 

Tryggð er fyrsta leikna kvikmynd Ásthildar í fullri lengd og fjallar um Gísellu Dal sem fær tvær erlendar konur til þess að leigja hjá sér til að ná endum saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel, en með tímanum fara menningarárekstrar að krauma upp á yfirborðið sem ógna valdi Gísellu, geði hennar og sjálfsmynd. 

Sýningaröðin er unnin í samvinnu við EFP (European Film Promotion) og styrkt af Creative Europe - MEDIA. 

Hér má lesa nánar um sýningaröðina „Europe! Voices of Women in Film“.