Um KMÍ
Á döfinni

8.9.2020

Tryggð vinnur til verðlauna fyrir bestu klippinguna á Indian Cine Film Festival

Andri Steinn Guðjónsson, klippari kvikmyndarinnar Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur, vann  verðlaun fyrir bestu klippinguna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Indian Cine í Mumbai. Verðlaunahafar voru tilkynntir þann 6. september síðastliðinn. 

Tryggð er fyrsta leikna kvikmynd Ásthildar í fullri lengd og fjallar um Gísellu Dal sem fær tvær erlendar konur til þess að leigja hjá sér til að ná endum saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel, en með tímanum fara menningarárekstrar að krauma upp á yfirborðið sem ógna valdi Gísellu, geði hennar og sjálfsmynd.

Myndin er skrifuð og leikstýrt af Ásthildi og er byggð á skáldsögunni Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur. Framleiðendur eru Eva Sigurðardóttir og Ásthildur fyrir Askja Films og Rebella Filmworks. 

Hér má lesa nánar um Indian Cine Film Festival.