Um KMÍ
Á döfinni

24.4.2017

UNGAR valin besta myndin á The European Independent Film Festival

Kvikmyndahátíðin ÉCU - The European Independent Film Festival fór fram í 12. skipti í París um helgina. Þar var stuttmyndin UNGAR eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur valin besta Evrópska myndin úr hópi 73 kvikmynda úr öllum flokkum. 

UNGAR var meðal annars valin besta íslenska stuttmyndin á RIFF, vann til verðlauna sem besta stuttmyndin á EDDUNNI og var hún einnig valin besta íslenska stuttmyndin á Northern Wave kvikmyndahátíðinni í Snæfellsbæ.

Ungar hlaut einnig tvær viðurkenningar á Internationale Kurzfilmwoche í Regensburg í Þýsklandi, the International Jury og the Jury of the Young í mars s.l. ásamt því að vera valin besta alþjóðlega stuttmyndin á Flickerfest stuttmyndahátíðinni í Sydney. Myndin hlaut áhorfendaverðlaun á FEC-European Short Film Festival sem fór fram á Spáni. 

Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstýrir og skrifar handritið að UNGUM. Myndin er framleidd af Nönnu Kristínu Magnúsdóttur fyrir Zik Zak kvikmyndir og Evu Sigurðardóttur fyrir Askja Films. Í aðalhlutverkum eru Ólafur Darri Ólafsson, Ragnheiður Ugla Gautsdóttir Ocares og Agla Bríet Gísladóttir. Bergsteinn Björgúlfsson sá um stjórn kvikmyndatöku og myndin er klippt af Eyrúnu Helgu Guðmundsdóttur og Sigurbjörgu Jónsdóttur. Tónlistina sömdu Gísli Galdur og Þórunn Antonía.