Um KMÍ
Á döfinni

25.5.2020

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði á degi barnsins þann 24. maí. Styrkveitingin gerir KMÍ og samstarfsaðilum kleift að útvíkka hátíðina og halda hana næst árið 2021 á landsbyggðinni. 

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda eða EFA Young Audience Award var sett á koppinn árið 2013 fyrir tilstilli European Film Academy. Hátíðin er haldin í fjórða sinn hér á landi þann 25. mars 2021. Hún fer fram samtímis í 40 Evrópulöndum og um 70 borgum og þar með talið Reykjavík og nú landsbyggðinni.

Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir börn til þess að kynnast evrópskri kvikmyndamenningu og að sýna myndir sem endurspegla raunveruleika ungmenna um alla Evrópu. Eins er stefnt að því að kveikja áhuga barnanna á evrópskum sögum, fólki, menningu og hvetja til samkenndar, skilnings og umburðarlyndis.

Hátíðin er fyrir alla krakka á aldrinum 12 – 14 ára og er aðgangur ókeypis.

Frekari upplýsingar veitir Svava Lóa Stefánsdóttir - svavaloa@kvikmyndamidstod.is