Um KMÍ
Á döfinni

7.4.2020

VEFKYNNING UM „GREEN FILMING“ 15. APRÍL

Lítið er að gerast í kvikmyndagerð hér á landi um þessar mundir og því er um að gera að nota tímann og auka kunnáttu sína í að framleiða á „grænan“ hátt.

Philip Gassmann er sérfræðingur á sviði grænnar framleiðslu (e. Green Filming) og hefur hann útbúið vefkynningu um þetta málefni fyrir íslenskt kvikmyndagerðarfólk.

Skilaboð Philips um kynninguna eru eftirfarandi: I am very happy to be invited by Film in Iceland to talk and discuss with you about Green Film Production and what we can do in terms of working in a more sustainable way. Our main topics will be how to plan a green production and all the different aspects this involves, including transportation, energy, lighting and many more.

Kynningin fer fram miðvikudaginn 15. apríl kl. 10.30 - 12.00 og eru áhugasamir um þátttöku beðnir um að skrá sig hér .

Vefkynningin er í boði Film in Iceland, í samstarfi við SÍK og FK.