Um KMÍ
Á döfinni

5.7.2019

Vera and the Third Stone eftir Braga Þór Hinriksson valin á handritavinnustofuna Cinekid Script LAB

Verkefnið Vera and the Third Stone eftir Braga Þór Hinriksson hefur verið valið sem eitt af tólf verkefnum í þróun á handritavinnustofuna Cinekid Script LAB. Um er að ræða 6 mánaða vinnustofu sem fer fram meðan á Cinekid barnakvikmyndahátíðinni stendur í október og einnig í Berlín þegar að Berlinale kvikmyndahátíðin fer fram í febrúar. 

Vera and the Third Stone er skrifuð af Braga Þór og framleidd af honum fyrir Hreyfimyndasmiðjuna ehf. Í fyrra tók kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum, undir leikstjórn Braga Þórs, þátt í Cinekid kvikmyndahátíðinni en myndin hefur unnið til fjölda verðlauna síðan hún var frumsýnd í mars í fyrra.  

Nánari upplýsingar um vinnustofuna og val á verkefnum má finna hér.

Cinekid Script LAB er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands.