Um KMÍ
Á döfinni

11.10.2017

Verðlaunahafar á RIFF

Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk um helgina. Á laugardaginn fór fram verðlaunaafhending hátíðarinnar og þar vann bandaríska kvikmyndin Kúrekinn eftir Chloé Zhao til Gyllta Lundans, aðalverðlauna hátíðarinnar. Atelier, stuttmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur var valin besta íslenska stuttmyndin.

Hér má finna lista yfir öll verðlaun hátíðarinnar í ár:

Gyllti Lundinn: Kúrekinn eftir Chloé Zhao
Umhverfisverðlaun: Hrifsið og flýið eftir Roser Corella
Besta íslenska stuttmyndin: Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur
Besta erlenda stuttmyndin: Copa Locas eftir Christos Massalas
Gullna eggið: Wilson Hold On eftir Charlotte Scott
Sérstök viðurkenning í flokki Annarar Framtíðar: Brexitannia eftir Timothy George Kelly
Sérstök viðurkenning í flokki Annarar Framtíðar: Síðasta selveiðiferðin eftir Trude Berge Ottersen og Gry Elisabeth Mortensen
Sérstök viðurkenning í flokki Íslenskra stuttmynda: Munda eftir Tinnu Hrafnsdóttur
Sérstök viðurkenning í flokki Íslenskra stuttmynda: Næturbirta eftir Marc-André Morisette
Sérstök viðurkenning í flokki Erlendra stuttmynda: The Jungle Knows You Better Than You Do eftir Juanita Onzaga.

Allar nánari upplýsingar um sigurvegarana er að finna á heimasíðu RIFF.