Um KMÍ
Á döfinni

16.10.2019

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda 2020 opnar fyrir umsóknir

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda eða EFA Young Audience Award er hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og veitt evrópskum kvikmyndaleikstjórum með kvikmyndir ætlaðar börnum á aldrinum 12 – 14 ára. Til þess að eiga rétt á að sækja um verður viðkomandi að vera með kvikmynd í fullri lengd og fæddur í Evrópu eða með evrópskan ríkisborgararétt. Leiknar kvikmyndir, teiknaðar myndir og heimildamyndir sýndar á tímabilinu 1. janúar – 31. desember 2019 koma til greina og er umsóknarfrestur 15. desember 2019.

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda var fyrst haldin árið 2012 í tilefni af 25. hátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna en er nú haldin í 3. skiptið hér á landi, sunnudaginn 26. apríl 2020.

Hátíðin fer fram samtímis í 35 löndum og eru þrjár evrópskar myndir sýndar og krakkarnir sem mynda dómnefnd velja bestu myndina. Hátíðinni lýkur með verðlaunaafhendingu sem er sýnd í beinni útsendingu.

Frekari upplýsingar um Verðlaunahátíð ungra áhorfenda og umsóknarferlið má finna hér.