Um KMÍ
Á döfinni

29.4.2020

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda fór fram í þriðja sinn hér á landi dagana 23. - 26. apríl á rafrænu formi

Verðlaunahátíð ungra áhorfenda eða EFA Young Audience award var sett á koppinn árið 2013 fyrir tilstilli European Film Academy. Að þessu sinni fór kvikmyndahátíðin af stað á sama tíma í 30 löndum á rafrænan hátt. Krakkar á aldrinum 12 – 14 ára víðsvegar um Evrópu horfðu á þrjár myndir á þremur dögum og mynduðu dómnefnd sem valdi bestu myndina sem var að þessu sinni ítalska myndin My Brother Chases Dinosaurs eftir leikstjórann Stefano Cipani.

Þrír krakkar tóku þátt í dómnefnd fyrir Íslands hönd og fannst íslensku dómnefndinni myndin Rocca Changes the World eftir Katja Benrath vera bestu myndina en í öðru sæti var My Brother Chases Dinosaurs og My Extraordinary Summer with Tess eftir leikstjórann Steven Wouterlood í því þriðja.

Hátíðinni lauk með beinni útsendingu frá verðlaunaafhendingunni sem fór fram í Efurt í Þýskalandi og var streymt á heimasíðu YAA .

Kvikmyndamiðstöð Íslands þakkar þátttakendunum og dómnefnd fyrir fagleg og góð störf.