Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

22.4.2020

Viðbótarfjármagn til kvikmyndagerðar vegna Covid-19

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur veitt aukalega 120 mkr. í kvikmyndasjóð til að mæta þeim fjárhagslegu áföllum sem listir og skapandi greinar verða fyrir vegna covid faraldursins og efla þar með fjárfestingu til framtíðar.

Stuðningurinn byggir á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins, sem samþykkt var á Alþingi þann 30. mars sl. Mat á umsóknum og styrkir verða veittir á sama grundvellli og aðrir styrkir kvikmyndasjóðs.

Kvikmyndamiðstöð mun birta nánari upplýsingar á allra næstu dögum um umsóknarfrest og tilhögun sem mun taka mið af eftirfarandi skilyrðum sem fylgja fjárveitingunni:

  • Verkefnið hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið fyrir 1. apríl 2021.
  • Um sé að ræða átaksverkefni sem styðji við fjölbreytta starfsemi á sviði lista og menningar með áherslu á sköpun og virka þátttöku listamanna í menningarlífi landsmanna. 
  • Verkefnið uppfylli grunnmarkmið fjárfestingarátaksins um að styðja við eftirspurn og atvinnu til skamms tíma með arðbærum verkefnum.
  • Sýnt sé fram á gildi verkefnis og mikilvægi þess fyrir landsmenn.
  • Styrkveiting sé til undirbúnings, þróunar og framkvæmd verkefnis.
  • Ítarlegar upplýsingar liggi fyrir um verkefnið, auk tímaáætlunar þess.
  • Ekki verða veittir styrkir til þeirra sem njóta listamannalauna í 6 mánuði eða meira árið 2020.