Um KMÍ
Á döfinni

7.3.2017

Young Nordic Producers Club óskar eftir umsóknum

Young Nordic Producers Club óskar eftir umsóknum. Vinnustofan, sem er á vegum Den Danske Filmskoles efteruddannelse, fer fram í Cannes dagana 19. til 21. maí 2017. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2017.

Vinnustofan er ætluð ungum framleiðendum frá norðurlöndum sem hafa þegar tekið þátt á Cannes hátíðinni. Stefnt er að því að efla tengslanet og stuðla að alþjóðlegri samvinnu með því að veita innsýn í þau verkefni sem eru í gangi á norðurlöndum. Til vinnustofunnar mætir fagfólk úr framleiðslu, dreifingu, sölu, markaðssetningu ásamt fulltrúum frá kvikmyndahátíðum. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má nálgast hér. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2017.