Umsóknir

Miðastyrkir

Regluverk fyrir miðastyrki gilti ekki fyrir árið 2017.

Um miðastyrki

Miðastyrki mátti veita kvikmyndum á íslensku sem voru frumsýndar og svo teknar til almennra sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum á árabilinu 2012 til og með 2016. Til kvikmynda teljast þær sem eru að lágmarki 70 mínútur í sýningu.

Með kvikmynd á íslensku er átt við að frumgerð kvikmyndar sem sýnd hefur verið á almennum sýningum í kvikmyndahúsi á Íslandi sé með íslensku tali, svo nemi meira en helmingi talmáls. Talsettar eða textaðar myndir eru því ekki gjaldgengar.

Þeir sem gátu sótt um miðastyrk vegna kvikmyndar eru framleiðslufyrirtæki sem bera ábyrgð á gerð og fjármögnun hennar. Sé um samframleiðsluverkefni að ræða skal umsókn lögð fram í nafni aðalframleiðanda, eða aðila sem hann veitir til þess umboð.

Meðferð umsókna um miðastyrki byggir á reglugerð nr. 450/2016 um styrki vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi og er reglugerðin á grundvelli laga nr. 14/2016.

Umsóknarfrestur vegna kvikmynda sem sýndar voru í kvikmyndahúsum árið 2016 rann út 1. júlí 2017.

Heildarfjárhæð miðastyrkja sem skiptist á milli gjaldgengra kvikmynda fyrir árið 2016 var 30 milljónir.