Staðreyndir og tölur

Aðsóknartölur vegna íslenskra kvikmynda

Aðsóknartölur fyrir árið 2016

 

Á árinu 2016 var Eiðurinn eftir Baltasar Kormák vinsælasta kvikmynd ársins með 46.786 manns í aðsókn og var jafnframt eina íslenska kvikmyndin sem komst á topp 20 listann yfir vinsælustu myndir ársins.

Þetta er annað árið í röð sem kvikmynd undir leikstjórn Baltasar Kormáks er vinsælasta mynd ársins, þar sem bandaríska stórmyndin Everest var aðsóknarhæst árið 2015.

Þær 19 íslensku kvikmyndir og heimildarmyndir sem sýndar voru á árinu voru með 6,4 prósent af heildaraðsókn, þar sem rúmlega 91.000 gestir sóttu kvikmyndahúsin til að sjá íslenskar kvikmyndir. Íslenskar myndir voru með 6,6 prósent af markaðnum í tekjum talið, samtals um 111,5 milljónir króna á árinu 2016.

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir jókst um 32% frá árinu 2015, þegar tæplega 62.000 gestir sáu íslenskar kvikmyndir.

Aðsókn og tekjur íslenskra kvikmynda árið 2016 skv. gagnagrunni FRÍSK:

 

Titill Aðsókn Tekjur
Eiðurinn 46.786 63.713.364 kr.
Grimmd 19.587 17.464.072 kr.
Fyrir framan annað fólk 10.891 14.624.347 kr.
Jökullinn logar 3.619 4.222.820 kr.
Innsæi - The Sea Within 2.089 3.235.200 kr.
Reykjavík 2.569 2.107.894 kr.
Njósnir, lygar og fjölskyldubönd 1.151 1.412.400 kr.
Hrútar (frumsýnd 2015)* 921 1.129.967 kr.
Ransacked 610 900.450 kr.
Baskavígin 800 847.350 kr.
Garn 454 609.300 kr.
Fúsi (frumsýnd 2015)* 347 450.680 kr.
Úti að aka - Á reykspúandi Kadilakk yfir eríku 221 293.600 kr.
Svarta gengið 344 216.450 kr.
Þrestir (frumsýnd 2015)* 111 107.600 kr.
Keep Frozen 341 106.000 kr.
Aumingja Ísland 239 40.050 kr.
Rúnturinn I 139 36.850 kr.
Austur (frumsýnd 2015)* 2 3.200 kr.
SAMTALS: 91.221 111.521.594 kr.

* Aðsóknartölur fyrir árið 2015 eru ekki í töflunni.

Ásamt leiknum kvikmyndum í fullri lengd og heimildamyndum voru tvær sjónvarpsþáttaraðir frumsýndar á innlendum sjónvarpsstöðum og fjöldi stuttmynda voru frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis árið 2016.

Leikið sjónvarpsefni:

Borgarstjórinn undir leikstjórn Rannveigar Göggu Jónsdóttur, Maríu Reyndal og Jóns Gnarr var frumsýnt í október á Stöð 2.

Ligeglad undir leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar var frumsýnt í mars á RÚV.

Ófærð undir leikstjórn Baltasars Kormáks, Baldvins Z, Óskars Þórs Axelssonar og Barkar Sigþórssonar var frumsýnt undir loks árs 2015 og hélt áfram í sýningum í byrjun árs 2016.

Stuttmyndir:

Bestu vinkonur að eilí­fu amen eftir Katrínu Björgvinsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Búi eftir Ingu Lísu Middleton var frumsýnd á RÚV í desember.

Grýla eftir Tómas Heiðar Jóhannesson var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Helga eftir Tinnu Hrafnsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

I Can't Be Seen Like This eftir Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Litla stund hjá Hansa eftir Eyþór Jóvinsson var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

LjósÖld eftir Guðmund Garðarsson var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís í október.

 

Aðsóknartölur fyrir árið 2015

 

Á árinu 2015 var Hrútar eina íslenska kvikmyndin sem komst á topp 20 listann yfir vinsælustu myndir ársins. Everest, íslensk minnihlutaframleiðsla undir leikstjórn Baltasars Kormáks, var vinsælasta kvikmynd ársins.

Hrútar var 18. vinsælasta mynd ársins með rúmlega 21.500 manns í aðsókn þegar þetta er ritað, en myndin er enn í sýningu. Everest, sem innihélt stærðarinnar íslenskan mannafla er vann að tæknibrellum myndarinnar, var með rúmlega 67.400 gesti á árinu og kom sér á topp 20 lista yfir vinsælustu kvikmyndir á Íslandi frá upphafi mælinga.

Þær 17 íslensku kvikmyndir og heimildarmyndir sem sýndar voru á árinu voru með 4,5 prósent af heildaraðsókn, þar sem tæplega 62.000 gestir sóttu kvikmyndahúsin til að sjá íslenskar kvikmyndir. Íslenskar myndir voru með 4,8 prósent af markaðnum í tekjum talið, samtals tæpar 74 milljónir króna á árinu 2015.

Sýningum á íslenskum kvikmyndum (þ.m.t. heimildamyndum) fjölgaði í kvikmyndahúsum árið 2015 þar sem þær voru 17 talsins miðað við 9 kvikmyndir árið á undan. Þessa fjölgun má m.a. rekja til þess að nú eru upplýsingar um sýningar í Bíó Paradís með í fyrsta sinn. Þrátt fyrir þetta dróst aðsókn að íslenskum kvikmyndum umtalsvert saman, eða um 58 prósenta lækkun frá árinu á undan þegar rúmlega 148.000 gestir sáu íslenskar kvikmyndir. Árið 2014 var reyndar einkar gott ár en þá var m.a. Vonarstræti vinsælasta kvikmynd ársins.

Aðsókn og tekjur íslenskra kvikmynda árið 2015 skv. gagnagrunni FRÍSK:

Titill Aðsókn Tekjur
Hrútar 21.546 29.201.840 kr.
Fúsi 13.083 17.441.514 kr.
Bakk 7.515 9.329.860 kr.
Albatross 4.470 2.952.260 kr.
Þrestir 3.913 3.890.310 kr.
Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum 3.058 3.797.400 kr.
Webcam 2.717 2.758.650 kr.
Austur 1.319 781.930 kr.
Óli prik 1.175 931.440 kr.
Hvað er svona merkilegt við það? 546 494.300 kr.
Jóhanna: Síðasta orrustan 521 396.500 kr.
Sjóndeildarhringur 498 298.800 kr.
Blóðberg 491 670.100 kr.
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum              
(frumsýnd 2014)
366 414.614 kr.
Veðrabrigði 310 128.800 kr.
Trend Beacons 196 236.400 kr.
Ég vil vera skrítin 123 99.600 kr.
SAMTALS: 61.847 73.824.318 kr.


Ásamt leiknum kvikmyndum í fullri lengd og heimildamyndum voru tvær sjónvarpsþáttaraðir frumsýndar á innlendum sjónvarpsstöðum og fjöldi stuttmynda voru frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis árið 2015.

Leikið sjónvarpsefni:

Ófærð undir leikstjórn Baltasars Kormáks, Baldvins Z, Óskars Þórs Axelssonar og Barkar Sigþórssonar var frumsýnt í desember á RÚV.

Réttur undir leikstjórn Baldvins Z var frumsýnt í október á Stöð 2.

Stuttmyndir:

Brothers eftir Þórð Pálsson var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Humarsúpa innifalin undir leikstjórn Styrmis Sigurðssonar var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Zelos eftir Þórönnu Sigurðardóttur var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

 

Aðsóknartölur fyrir árið 2014

 

Íslenskar kvikmyndir gerðu það gott árið 2014 og var aðsóknarmesta mynd ársins íslensk, en það var Vonarstræti með tæpa 48000 gesti. Ein önnur íslensk kvikmynd raðaði sér á topp 20 listann yfir aðsóknarmestu myndir ársins og var þar í 8. sæti, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum með rúmlega 32.600 manns í aðsókn.

Þær níu íslensku kvikmyndir sem sýndar voru á árinu voru með 13,3 prósent af markaðinum í tekjum talið, samtals tæpar 197 milljónir króna á árinu 2014. Hvað aðsókn varðar voru íslenskar myndir með 11 prósent af heildaraðsókn en rúmlega 148.000 gestir sóttu kvikmyndahúsin til að sjá íslenskar kvikmyndir.

Tekjur og aðsókn íslenskra kvikmynda árið 2014 skv. gagnagrunni FRÍSK:

Titill Aðsókn Tekjur
Vonarstræti 47982 69.677.709 kr.
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum             32623 37.064.927 kr.
Afinn 14904 22.185.100 kr.
Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst 12233 15.865.538 kr.
Lífsleikni Gillz 12165 14.146.055 kr.
París Norðursins   11479 15.392.060 kr.
Borgríki 2 Blóð hraustra manna   11024 15.532.350 kr.
Grafir og bein   3617 4.481.680 kr.
Hross í oss*   2119 2.607.440 kr.
SAMTALS: 148.146 196.952.859 kr.

* Frumsýnd í lok ágúst 2013, aðsóknartölur fyrir árið 2013 eru ekki í töflunni.

Tekið skal fram að aðsókn og tekjur kvikmynda sem dreift er af Bíó Paradís eru ekki með í ofangreindum tölum. Kvikmyndir sem dreift er af Bíó Paradís eru hins vegar með í gagnagrunni FRÍSK frá og með 1. janúar 2015.

Ásamt leiknum kvikmyndum í fullri lengd voru fjöldi heimildamynda og stuttmynda frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis árið 2014.

Heimildamyndir:

Æ ofaní æ eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Markús Þór Andrésson var frumsýnd í Bíó Paradís í apríl.

Holding Hands for 74 Years eftir Þóru Ásgeirsdóttur var frumsýnd á Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís í apríl.

Vive la France eftir Helga Felixson og Titti Johnson var frumsýnd á RIFF í Háskólabíóí í september og var svo tekin til almennra sýninga í Bíó Paradís í október.

Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg var frumsýnd í Bíó Paradís í nóvember.

Jöklarinn eftir Kára G. Schram var frumsýnd í Bíó Paradís í nóvember.

Vikingo eftir Þorfinn Guðnason var frumsýnd í Sambíóunum í nóvember.

Leikið sjónvarpsefni:

Hraunið undir leikstjórn Reynis Lyngdals var frumsýnt í september á RÚV.

Stuttmyndir:

Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur var frumsýnd á Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís í apríl.

Ártún eftir Guðmund Arnar Guðmundsson var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Málarinn eftir Hlyn Pálmason var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Sker eftir Eyþór Jóvinsson var frumsýnd á á Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís í apríl.

Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Sub Rosa eftir Þóru Hilmarsdóttur var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var frumsýnd á RIFF í Tjarnarbíói í september.

Einnig var leikna sjónvarpsefnið Hraunið, undir leikstjórn Reynis Lyngdals, frumsýnt í september á RÚV.

Aðsóknartölur fyrir árið 2013


Íslenskum kvikmyndum vegnaði í heildina ekki sérlega vel í miðasölunni 2013. Alls seldust 43.237 miðar fyrir kr. 56.045.752 á árinu, sem er 2,3% markaðshlutdeild. Það er verulegt fall í markaðshlutdeild frá undanförnum árum eins og sjá má hér, fallið frá síðasta ári nemur um 2/3 (131.345 miðar seldir 2012, markaðshlutdeild 2012: 13,3%). 

Tekjur og aðsókn íslenskra kvikmynda árið 2013 skv. gagnagrunni SMÁÍS (nú FRÍSK) og tölur frá Bíó Paradís (heimildamyndir):

Titill   Aðsókn      Tekjur
Hross í oss 13.333 19.871.260
Ófeigur gengur aftur                                               10.523 14.484.350
Málmhaus 5.627 6.817.030
XL 2.810 3.480.500
Latibær bíóupplifun 3.993 3.261.362
Falskur fugl 2.427 2.864.450
Þetta reddast 1.756 2.314.000
Hvellur* 1.491 1.572.810
Djúpið** 582 723.350
In Memoriam?* 312 280.640
Búðin* 112 135.100
Aska* 87 120.800
Dauðans alvara* 145 87.500
St Sig: Strigi og flauel*          39 32.600
SAMTALS: 43.237 56.045.752
 SKÝRINGAR: *Heimildamynd | **Enn í sýningum í árslok | ***Endursýning frá fyrra ári (íslenskt kvikmyndasumar í Bíó Paradís). HEIMILD: SMÁÍS, Bíó Paradís.