Verk í vinnslu
Eldri verk

Á móti straumnum

Óskar Páll Sveinsson

Transkonan Veiga Grétarsdóttir siglir á kayak í kringum Ísland rangsælis eða á móti straumnum í þrjá mánuði. Myndin er
táknræn og segir samtímis frá ferðinni í kynleiðréttingarferlinu og svo frá ferðinni á róðrinum á kajak þar sem glímt er við
náttúruna um hvor hefur betur. Myndin lýsir innri baráttu Veigu um líf eða dauða hvort sem er í lífinu sjálfu eða ein úti á
kajak.

Titill: Á móti straumnum
Enskur titill: Against the current

Leikstjóri: Óskar Páll Sveinsson
Handritshöfundur: Margrét Örnólfsdóttir
Framleiðendur: Kristín Ólafsdóttir, Pétur Einarsson
Stjórn kvikmyndatöku: Óskar Páll Sveinsson
Klipping: Hrafn Jónsson
Tónlist: Högni Ólafsson
Hljóðhönnun: Gunnar Árnason
Framleiðslufyrirtæki: Klikk Productions, P/E Productions

Framleiðsluland: Ísland
Áætluð frumsýning: Vetur 2020
Lengd: '90 mín
Upptökutækni: Aðalmyndavélin er Sony FS7 super 35
Sýningarform: Myndin verður skotin og unnin í 4k. 16:9

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Handritastyrkur 2019 kr. 500.000
Framleiðslustyrkur árið 2019 kr. 6.000.000
Endurgreiðslur 2020 kr. 5.021.949

Ríkisstyrkur fyrir verkefnið nemur 43% af heildarkostnaði heimildamyndarinnar.