Verk í vinnslu
Eldri verk

Eins og málverk eftir Eggert Pétursson

Gunnlaugur Þór Pálsson

Eins og málverk eftir Eggert Pétursson er heimildarmynd um listmálarann Eggert Pétursson. Í jökulruðningi fyrir framan Skaftafellsjökul, á ystu annesjum Tröllaskaga og í ferð okkar um hálendið uppgötvum við senn hornsteina og hreyfiafl myndarinnar. Við njótum leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur grasafræðings, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og flórumengi blómamynda Eggerts.

Eggert er hugmyndalistamaður með raunsanna sýn á form og skipulag en fantasían er bundin í túlkun og eigin tilfinningu í málverkinu. Í skissubók hans og í tónlistaróði til móður náttúru, þar sem þrautseigja og margbreytileiki flórunnar skákar heimi málverksins, er að finna það sem undirstrikar tilvist þessa tveggja heima.

Titill:  Eins og málverk eftir Eggert Pétursson
Enskur titill: Just Like a Painting by Eggert Pétursson

Leikstjóri: Gunnlaugur Þór Pálsson
Handritshöfundur: Gunnlaugur Þór Pálsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Framleiðendur: Gunnlaugur Þór Pálsson, Ólafur Rögnvaldsson
Stjórn kvikmyndatöku: Ólafur Rögnvaldsson
Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir
Tónlist: Atli Örvarsson

Framleiðslufyrirtæki: Sjónhending ehf., Ax films ehf. 
Upptökutækni: ProRes 4k
Sýningarform:  DCP 25
Lengd: 74 mín

Tengiliður: Gunnlaugur Þór Pálsson - gunnlaugurthorpalsson@gmail.com

KMÍ styrkir fyrir verkefnið:
Þróunarstyrkur 2018 kr. 1.200.000
Framleiðslustyrkur 2019 kr. 10.000.000
Endurgreiðslur 2020 kr. 3.201.958

Ríkisstyrkur fyrir verkefnið nemur 60% af heildarkostnaði heimildamyndar.

.