Um KMÍ
  • 2. desember - 4. desember, Kvikmyndamiðstöð Íslands

ACE Producers óskar eftir umsóknum fyrir ACE Training Days

Enginn umsóknarfrestur - viðburður fer fram 2. - 4. desember

ACE Producers óskar eftir umsóknum frá upprennandi framleiðendum fyrir Nordic Focus Training Days, sem fer fram í Espoo í Finnlandi frá 2. – 4. desember. Farið verður yfir ýmsa hluti sem tengjast því að vera framleiðandi, t.a.m. fjármögnun, markaðssetningu, sölu og dreifingu. Enginn umsóknarfrestur er til staðar en ráðlegt er að skrá sig sem fyrst þar sem einungis er um 16-20 pláss að ræða.

ACE Producers eru samtök sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda frá Evrópu og fleiri löndum. Nánari upplýsingar um hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu ACE Producers.