Um KMÍ
  • 20. nóvember

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Mannheim Heidelberg óskar eftir umsóknum

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Mannheim-Heidelberg opnar fyrir umsóknir þann 1. maí. Áætlað er að hátíðin muni fara fram með óbreyttu sniði dagana 12. - 22. nóvember í Þýskalandi. 

Hátíðin er sérstaklega hugsuð fyrir nýliða, en óskað er eftir fyrstu til þriðju leiknu kvikmynd kvikmyndagerðarmanns sem er a.m.k 61 mínúta að lengd og hefur ekki verið sýnd í Þýskalandi.

Vegna núverandi ástands hefur verið ákveðið að fella niður öll gjöld við skráningu myndar. 

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar.