Um KMÍ
  • 10. september, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Baltic Event, POWR Baltic Stories Exchange og Script Pool óska eftir umsóknum

10. september

Dagana 27.-30. nóvember  fer samframleiðslumarkaðurinn Baltic Event fram í Tallinn samhliða Tallinn Black Nights Film Festival. Um er að ræða tveggja daga markað þar sem að tækifæri gefst til þess að funda með mögulegum fjármögnunaraðilum og samframleiðendum. 
Eins verða Eurimages Co-Production Development Award, að upphæð 20.000 evrum, veitt. 

Opið er fyrir umsóknir fyrir verkefni frá Balkanlöndunum og Norðurlöndunum auk Póllands, Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu, Slóveníu, Rússlandi, Georgíu og Úkraínu. 
Nánari upplýsingar um samframleiðslumarkaðinn má finna hér. Umsóknarfrestur er til 10. september. 

POWR Baltic Stories fer einnig fram samhliða Tallinn Black Nights Film Festival dagana 26.-30. nóvember. Um er að ræða vinnustofu fyrir handritshöfunda þar sem sérstök áhersla er lögð á að kynna verkefni í þróun fyrir mögulegum framleiðendum ásamt því að boðið verður upp á fundi með tilteknum þáttakendum úr Baltic Event samframleiðslumarkaðnum. 
Alls verða sex verkefni á handritsstigi valin til þátttöku frá Norðurlöndunum og Balkanlöndunum. 

Nánari upplýsingar um vinnustofuna má finna hér. Umsóknarfrestur er til 10. september. 

Þá fer Script Pool Tallinn fram samhliða hátíðinni þann 29. nóvember. Script Pool er kynningarvettvangur fyrir handrit í þróun, þar sem besta handritið að kvikmynd eða sjónvarpsþáttaröð vinnur til 5000 evra peningaverðlauna. Umsóknarfrestur er til 10. september.

Sjá nánari upplýsingar um Script Pool Tallinn hér.