Um KMÍ
  • 24. nóvember

Cine Kid Lab auglýsir eftir umsóknum frá handritsráðgjöfum og framleiðendum - námsstyrkur í boði

24. nóvember

Cine Kid Lab óskar eftir umsóknum frá handritsráðgjöfum og framleiðendum sem hafa áhuga á að gera kvikmyndir fyrir börn. Umsóknarfrestur rennur út 24. nóvember næstkomandi.

Skólastyrkur er í boði fyrir þrjá handritsráðgjafa sem munu vinna með leiðbeinendunum Cine Kid Lab, þeim Kirsten Bonnan Rask, Armin Prediger og Philip LaZebnik. Kvikmyndamenntun eða reynsla er ekki nauðsynleg.

Einnig er framleiðendum boðið upp á námsstyrk og verður einn umsækjandi valinn. Sá mun fá að vinna og kynnast evrópskum kvikmyndaframleiðendum. Leiðbeinandi í þessum hópi er Ronald Kruschak og mun verkefni umsækjanda vera m.a. að safna saman upplýsingum um ástand kvikmyndaframleiðslu í Evrópu, skipuleggja meistaraspjöll o.fl.

Nánari upplýsingar um skólastyrkina má finna hér.