Um KMÍ
  • 15. nóvember

CPH:DOX óskar eftir umsóknum fyrir CPH:FORUM

15. nóvember

CPH:DOX heimildamyndahátíðin óskar eftir umsóknum fyrir CPH:FORUM, sem er fjármögnunarmessa og meðframleiðslu viðburður. CPH:FORUM fer fram dagana 24. – 26. mars, 2020 í Kaupmannahöfn. Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember.

CPH:FORUM miðar að því að hjálpa til við þróun og fjármögnun á skapandi kvikmyndaverkefnum og að tengja saman kvikmyndagerðarmenn úr heimi heimildamynda, kvikmynda, fjölmiðla og annarri sjónrænni list.

Nánari upplýsingar um CPH:FORUM og hvernig megi sækja um er að finna á heimasíðu CPH:DOX.