Um KMÍ
  • 30. maí

Til umsækjenda Creative Europe/Media á Íslandi vegna Covid-19

Creative Europe hefur gefið út tilkynningu vegna Covid-19 sem ætluð er umsækjendum um styrki. Ísland er aðili að Creative Europe sem skiptist í MEDIA / kvikmyndir sem styður við kvikmyndir og margmiðlun og Culture / Menning sem styrkir menningu og listir.

Í tilkynningunni kemur fram hvernig Creative Europe muni bregðast við þessum óvissutímum, meðal annars með því að beita eins miklum sveigjanleika og hægt er, framlengja umsóknarfrestum og upplýsa styrkþega sína.

Hér má sjá tilkynningu Creative Europe í heild sinni.