Um KMÍ
  • 28. febrúar

Digital Production Challenge II óskar eftir umsóknum

28. febrúar

Vinnusmiðjan Digital Production Challenge II fer fram í stafrænu formi dagana 29. mars - 1. apríl. 

Í vinnusmiðjunni verður farið yfir gott vinnuflæði í kvikmyndagerð þar sem m.a. verður rýnt í dæmisögur. Auk þess verða pallborðsumræður sérfræðinga og hópavinna þátttakenda hafðar að leiðarljósi í því skyni að komast hjá hindrunum í vinnuflæði. 

Einnig verður farið skref fyrir skref yfir ferli ákvarðana bæði á setti og í eftirvinnslu, ásamt þeim leiðum sem hægt er að fara í undirbúningi fyrir dreifingu kvikmyndarinnar.    

Umsóknarfrestur er 28. febrúar og allar nánari upplýsingar má finna hér.