Um KMÍ
  • 29. janúar

dok.incubator óskar eftir umsóknum

29. janúar

Um er að ræða sex mánaða langa vinnusmiðju fyrir klippara, leikstjóra og framleiðendur með heimildamynd sem er á „rough-cut“ stigi.

Myndirnar verða síðan kynntar fyrir lykilfólki í faginu og sýndar á Nordisk Panorama. Vinnusmiðjan leggur sérstaka áherslu á að aðstoða kvikmyndagerðarmenn við að klára heimildamynd sína svo hún verði tilbúin fyrir sýningar haustið 2020. Í kringum 25 alþjóðlegir leiðbeinendur munu aðstoða kvikmyndagerðarmenn á námskeiðinu við að klára myndina, koma henni út og útbúa kynningaráætlun.

  • Fyrsti hlutinn fer fram í lok apríl og byrjun maí í Slóvakíu þar sem heimildamyndin og klippið er skoðað.
  • Annar hlutinn fer fram í júní í Tékklandi þar sem lokahönd er sett á klippið.
  • Þriðji og síðasti hlutinn fer fram í september í Svíþjóð þar sem áhersla er lögð á að læsa klippi.

Frekari upplýsingar um dok.incubator vinnusmiðjuna má finna hér.