Um KMÍ
  • 31. janúar, Kvikmyndamiðstöð Íslands

dok.incubator óskar eftir umsóknum

31. janúar

Vinnustofan dok.incubator óskar eftir umsóknum. Vinnustofan er svokölluð grófklippsvinnustofa fyrir heimildamyndir. Umsóknarfrestur rennur út þann 31. janúar næstkomandi og gjaldgengar eru heimildamyndir sem verða á grófklippsstigi vorið 2018

Vinnuferlið mun taka um 6 mánuði þar sem þátttakendur munu koma alls þrisvar saman. Verður vinnustofa fyrir grófklipp haldin dagana í Tékklandi í apríl, vinnustofa fyrir fínklipp í Slóvakíu í júní og að lokum verður vinnustofa í Svíþjóð í september þegar verkefnið nálgast læst lokaklipp. Allar vinnustofurnar verða um þriggja vikna langar.

Allar nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði er að finna á heimasíðu dok.incubator.