Um KMÍ
  • 24. apríl, Kvikmyndamiðstöð Íslands

European TV Drama Lab óskar eftir umsóknum

24. apríl

European TV Drama Lab óskar eftir umsóknum. Vinnustofan, sem er á vegum Erich Pommer Institut, fer fram í Berlín, Þýskalandi í maí og nóvember 2018. Umsóknarfrestur rennur út þann 24. apríl 2018.

Vinnustofan er ætluð reyndum fagaðilum og er sérstaklega sniðin fyrir handritshöfunda, framleiðendur og starfsfólk sjónvarpsstöðva. Fjöldi sérfræðinga munu miðla af reynslu sinni um hvernig skuli framleiða vel heppnaða sjónvarpsþáttaröð.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna ásamt umsóknareyðublaði má nálgast hér.

Erich Pommer Institut býður einnig upp á vefnámskeið á vef sínum sem kallast Clearing Rights for Film and TV, sem er hægt að skrá sig á hvenær sem er.