Um KMÍ
  • 16. maí

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum óskar eftir umsóknum í Venice Gap - Financing Market

16. maí

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum óskar eftir umsóknum fyrir Venice Gap-Financing Market. Venice Gap-Financing Market mun fara fram frá 3.- 5. september samhliða hinni virtu kvikmyndahátíð í Feneyjum. Umsóknarfrestur rennur út 16. maí.

Venice Gap-Financing Market er markaður sem er ætlað að hjálpa evrópskum og alþjóðlegum kvikmyndaframleiðendum að verða sér úti um fjármögnun fyrir verkefni sín (leiknar kvikmyndir, heimildamyndir og sýndarveruleikaverkefni).

Allar nánari upplýsingar er að finna hér.