Um KMÍ
  • 4. október, Kvikmyndamiðstöð Íslands

MediaXchange auglýsir The Business of Scripted fjármögnunarmessuna

4. október

MediaXchange auglýsir fjármögnunarmessuna The Business of Scripted, sem nú er hægt að kaupa miða á. Viðburðurinn mun fara fram dagana 5. – 6. október í Stokkhólmi. Enginn eiginlegur umsóknarfrestur er til staðar en mælst er til þess að ganga frá skráningu við fyrsta tækifæri.

Farið verður í saumana á því hvað liggur að baki góðum árangri evrópskra sjónvarpsþáttaraða og hvernig megi viðhalda þessari velgengni, með því að skoða og greina efnahagslegar ástæður þessa árangurs.

Fjöldi reynds fólks úr sjónvarpsbransanum mun halda fyrirlestur á fjármögnunarmessunni.

Nánari upplýsingar um The Business of Scripted, fyrirlesara og hvernig skuli kaupa miða er að finna á heimasíðu MediaXchange.