Um KMÍ
  • 4. maí - 26. júní

MediaXchange býður upp á stafrænar vinnustofur í þróun sjónvarpsþátta

maí / júní

MediaXchange býður nú upp á ýmiskonar stafræn námskeið og vinnustofur með því að markmiði að þróa þekkingu og hæfni í skrifum, uppbyggingu og þróun á sjónvarpsþáttaröðum. 

Þar má meðal annars finna stafrænar vinnustofur með John Yorke, framleiðanda, höfundi og stofnanda BBC Studios Writers Academy. Annars vegar er það vinnustofa í Storytelling for Script Editors, Executives, and Commissioners, og hins vegar Storytelling for TV Screenwriters.

Storytelling for Script Editors, Executives, and Commissioners

Sérstakur afsláttur er veittur ef skráning fer fram fyrir 1. maí

Fyrsti hluti á sér staða dagana 11.-21. maí

Annar hluti á sér staða dagana 8.-18. júní

Storytelling for TV Screenwriters

Sérstakur afsláttur er veittur ef skráning fer fram fyrir 17. apríl 

Fyrsti hluti á sér staða dagana 4.-8. maí

Annar hluti á sér staða dagana 22.-26. júní

Allar nánari upplýsingar um þau stafrænu námskeið sem MediaXchange býður upp á má finna hér.