Um KMÍ
  • 21. september, Kvikmyndamiðstöð Íslands

MIDPOINT Feature Launch óskar eftir umsóknum frá upprennandi handritsráðgjöfum

21. september

MIDPOINT Feature Launch óskar eftir umsóknum frá upprennandi handritsráðgjöfum. Alls verða fjórir lærlingar valdir til þátttöku. Umsóknarfrestur rennur út 21. september.

Feature Launch er vinnustofa fyrir upprennandi kvikmyndagerðarmenn sem eru að þróa fyrstu eða aðra kvikmynd sína í fullri lengd. Vinnustofan verður notuð sem grundvöllur fyrir þjálfun upprennandi handritsráðgjafa.

Allar nánari upplýsingar um vinnustofuna og hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu MIDPOINT.