Um KMÍ
  • 15. september

Industry@Tallin & Baltic Event óska eftir umsóknum fyrir Script Pool Tallinn, Baltic Event Co-production Market og Works in Progress

10. september / 15. september

Annað árið í röð standa MIDPOINT og Industry@Tallinn & Baltic Event fyrir Script Pool Tallinn sem er alþjóðleg handritasamkeppni og á sér stað frá 25. - 29. nóvember í Tallinn, Eistlandi. 

Teymi sem samanstendur af handritshöfundi og framleiðanda getur sótt um og umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 10. september. 

Einnig er óskað eftir verkefnum fyrir Baltic Event samframleiðslumarkaðinn þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að hitta fjármögnunaraðila, samframleiðendur og söluaðila fyrir verkefni sín. Umsóknarfrestur er 10. september.

Þá er umsóknarfrestur fyrir verk í vinnslu 15. september. 

Nánari upplýsingar um skilyrði og umsóknarferlið má finna hér.