Um KMÍ
  • 15. febrúar - 1. ágúst

Nordisk Panorama óskar eftir umsóknum

15. febrúar / 1. maí / 1. ágúst

Nordisk Panorama hátíðin óskar eftir umsóknum. Umsóknarfrestur rennur út þann 15. febrúar fyrir kvikmyndir gerðar á árinu 2019 en 1. maí fyrir myndir framleiddar á árinu 2020. Nordisk Panorama hátíðin verður haldin í þrítugasta og fyrsta sinn dagana 17. – 22. september næstkomandi.

Dagskrárstjórar í ár eru þau Martijn te Pas, dagskrárstjóri IDFA, Cecilia Lidin, ráðgjafi heimildamynda fyrir Dönsku kvikmyndastofnunina. Sam Groves og Lucile Bourliaud frá Flatpack kvikmyndahátíðinni munu sjá um stuttmyndaflokkinn fyrir Nordisk Panorama.

Einnig óskar Nordisk Panorama markaðurinn eftir umsóknum. Þar er umsóknarfresturinn 15. apríl fyrir myndir gerðar á árinu 2019 og 1. ágúst fyrir myndir gerðar á árinu 2020.

Nánari upplýsingar varðandi hátíðina og umsóknarferli má finna hér.