Um KMÍ
  • 9. nóvember, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Opið fyrir skráningar í stuttmyndakeppni Sólveigar Anspach

9. nóvember

Opnað hefur verið fyrir skráningar í stuttmyndakeppni Sólveigar Anspach, sem mun fara fram sem hluti af Frönsku kvikmyndahátíðinni í Reykjavík snemma á næsta ári. Dómnefnd velur stuttmyndir til þátttöku sem munu keppa um verðlaun Sólveigar Anspach. Umsóknarfrestur rennur út 9. nóvember.

Skilyrði fyrir þátttöku:

  • Að kona sé leikstjóri stuttmyndarinnar og hún hafi ekki haft framleiðslufyrirtæki á bak við sig í fleiri en þremur myndum.
  • Þjóðerni leikstjóra: Þátttakandi sé með ríkisfang eða búsetu í frönskumælandi landi, eða sé íslensk eða búsett á Íslandi.
  • Tegund/þema: Öll þemu leyfð.
  • Myndin sé að hámarki 17 mínútna löng, að meðtöldum kreditlistum.
  • Að lokið hafi verið við stuttmyndina eftir 1. janúar 2016.
  • Að myndin sé á frönsku eða íslensku. Það er skilyrði að hún sé með enskum texta.
  • Þátttakendur sem sækja um þurfa að hafa aldrei fengið verðlaun Sólveigar Anspach áður.

Verðlaun Sólveigar Anspach eru veitt með það fyrir augum að hvetja kvenmenn til að leikstýra kvikmyndum í auknum mæli. Aðstandendur Frönsku kvikmyndahátíðarinnar ákváðu að heiðra minningu Sólveigar, sem lést aðeins 54 ára að aldri árið 2015, með því að nefna þessi verðlaun í höfuðið á henni.

Allar nánari upplýsingar um stuttmyndakeppnina og hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu Alliance Française Reykjavík.