Um KMÍ
  • 20. nóvember

Production Value óskar eftir umsóknum fyrir vinnusmiðju í kostnaðar- og áætlanagerð Evrópskra kvikmynda

20. nóvember

Production Value fer fram dagana 16. - 24. janúar 2021 í Retz, Austurríki. Um er að ræða átta daga vinnusmiðju í kostnaðar- og áætlanagerð Evrópskra kvikmynda og sería. Opið er fyrir umsóknir fyrir framleiðendur með verkefni í þróun, auk þess sem framleiðslustjórar (junior line producer) og aðstoðarleikstjórar (junior assistant director) sem eru að taka sín fyrstu skref hafa einnig tækifæri til að sækja um.

Umsóknarfrestur er 20. nóvember og allar nánari upplýsingar má finna hér og á heimasíðu smiðjunnar