Um KMÍ
  • 15. júlí

Reykjavík International Film Festival (RIFF) óskar eftir umsóknum

7. júlí / 15. júlí

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, óskar eftir umsóknum. Hátíðin mun fara fram í 16. skipti dagana 26. september - 6. október 2019. 

Tekið er á móti umsóknum á leiknum kvikmyndum, heimildamyndum og stuttmyndum en til að kvikmyndin teljist gjaldgeng á RIFF 2019 verða umsækjendur að hafa lokið við myndina eftir 1. janúar 2018 og myndin má ekki hafa verið sýnd opinberlega á Íslandi fyrir hátíðina. Umsóknarfrestur er 7. júlí.

Einnig er opið fyrir skráningar á Reykjavík Talent Lab, hina árlegu vinnustofu fyrir unga og upprennandi kvikmyndagerðarmenn sem fer fram 1. - 5. október samhliða hátíðinni. Umsóknarfrestur fyrir Reykjavík Talent Lab er 15. júlí.

Allar nánari upplýsingar um hátíðina og hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu RIFF