Um KMÍ
  • 15. júlí

RIFF óskar eftir umsóknum - sérstakur afsláttur fyrir kvikmyndagerðarfólk

15. júlí

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, óskar eftir umsóknum. Íslensku kvikmyndagerðarfólki býðst nú sérstakur afsláttur af skráningargjaldi með kóðanum 2020ICE.

Hátíðin mun fara fram frá 24. september til 4. október. Kvikmyndir í fullri lengd, stuttmyndir og heimildamyndir eru gjaldgengar. Myndirnar þurfa að vera framleiddar eftir 1. janúar 2019 og ekki hafa verið frumsýndar formlega hér á landi.

Kóðinn gildir til miðnættis þann 15. júlí næstkomandi þegar lokað verður fyrir skráningu á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík 2020.

Allar umsóknir þurfa að berast í gegnum Filmfreeway gáttina .

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu RIFF .