Um KMÍ
  • 2. mars, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Sheffield Doc/Fest óskar eftir umsóknum

2. mars

Heimildamyndahátíðin Sheffield Doc/Fest óskar eftir umsóknum. Hátíðin mun fara fram frá 7. – 12. júní í Sheffield á Englandi. Umsóknarfrestur rennur út 2. mars.

Heimildamyndir af öllu tagi, þar á meðal gagnvirk og sýndarveruleika verkefni, eru gjaldgeng.

Einnig er hægt að sækja um fyrir Alternate Realities Commission og markaðina MeetMarket og Alternate Realities Market. Umsóknarfrestur fyrir markaðina rennur út 14. febrúar.

Nánari upplýsingar um hvernig skuli sækja um er að finna á heimasíðu Sheffield Doc/Fest.