Um KMÍ
  • 26. mars - 14. apríl

Sunny Side of the Doc og PiXii Festival 2020 óska eftir umsóknum

26. mars / 14. apríl

Sunny Side of the Doc hátíðin verður haldinn í La Rochelle í Frakkalandi dagana 22. - 25. júní næstkomandi. Hátíðin er einn stór alþjóðamarkaður fyrir heimildarmyndir. Þetta er gott tækifæri fyrir framleiðendur, dreifingaraðila og efnishöfunda um allan heim til að koma saman og kynna sér verk annarra. Einnig er þetta tækifæri fyrir þá sem að eru að selja eða kaupa og finna sér samstarfsfélaga.

Umsóknir verða að berast fyrir fimmtudaginn 14. apríl næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar sjá hér

PiXii hátíðin verður haldin á sama tíma. PiXi hátíðin sýnir nýjustu sögurnar í gegnum sýndarveruleika og er markmiðið að hafa frumleg frásagnarhugtök til að gera upplifun notandans sem besta.

Umsóknir verða að berast fyrir fimmtudaginn 26. mars næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar má finna hér.