Um KMÍ
  • 27. janúar

Vinnustofan dok.incubator óskar eftir umsóknum

27. janúar

Vinnustofan dok.incubator óskar eftir umsóknum. Vinnustofan er svokölluð grófklippsvinnustofa fyrir heimildamyndir en einnig verður lögð áhersla á dreifingu og markaðsáætlun. Framleiðendur, leikstjórar og klipparar hvattir sérstaklega til að sækja um. Umsóknarfrestur rennur út þann 27. janúar næstkomandi.

Vinnuferið spannar um 6 mánuði þar sem þátttakendur munu koma alls þrisvar saman. Vinnustofa fyrir grófklipp haldin dagana í Slóvakíu í apríl, vinnustofa fyrir fínklipp í Tékklandi í júní og að lokum verður vinnustofa í Svíþjóð í september þegar verkefnið nálgast læst lokaklipp. Allar vinnustofurnar verða um þriggja vikna langar.

Allar nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði er að finna á heimasíðu dok.incubator.