Um KMÍ
Á döfinni

26.9.2023

Heimaleikurinn fær áhorfendaverðlaun á Nordisk Panorama

Heimaleikurinn, gamansöm heimildamynd í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlýtur sérstök áhorfendaverðlaun á Nordisk Panorama,  stærstu heimilda- og stuttmyndahátíð á Norðurlöndum.

IMG_9902Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson tóku við verðlaununum í Malmö í Svíþjóð.

Myndin segir frá tilraun manns til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráðan vígsluleik á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður.

Heimaleikurinn fellur víða í kramið hjá áhorfendum, en hún hlaut fyrir skemmstu einnig áhorfendaverðlaun á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg.

Fimm íslenskar myndir kepptu um verðlaun á Nordisk Panorama í ár . Opnunarmynd hátíðarinnar var stuttmynd Gunnar Martinsdóttur Schlüter.