Um KMÍ
Á döfinni

3.2.2020

Hildur Guðnadóttir vann BAFTA verðlaun

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann BAFTA verðlaunin í gær fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker undir leikstjórn Todd Phillips. Auk hennar voru Thomas Newman, Mich­ael Giacchino, Alex­andre Des­plat og John Willi­ams til­nefnd­ir. Newman fyrir 1917, Giacchino fyrir Jojo Rabbit, Des­plat fyrir Little Women og Willi­ams fyrir Star Wars: Rise of Skywal­ker.

Hildur hefur nýlega hlotið GoldenGlobe verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og sömuleiðis á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Hún hlaut síðan Emmy og Grammy verðlaun fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl.

Hildur er síðan tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker sem verður haldinn þann 9. febrúar næstkomandi. Alls eru fimm tónskáld tilnefnd fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Tónskáldin sem eru tilnefnd til Óskarsverðlauna og Hildur mun etja kappi við eru Alexandre Desplat fyrir Little Women, Randy Newman fyrir Marriage Story, Thomas Newman fyrir 1917 og John Williams fyrir Star Wars: The Rise of Skywalker.