Um KMÍ
Á döfinni

13.1.2020

Hildur Guðnadóttir vinnur til Critics' Choice verðlaunanna

Hildur Guðnadóttir vann til verðlauna samtaka kvikmyndagagnrýnenda (Critics' Choice Awards) í Bandaríkjunum í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker eftir Todd Phillips. Nýverið vann Hildur til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlistina í myndinni ásamt því að hún er tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna.

Síðar í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna kunngjörðar þar sem Hildur kemur til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin. Óskarsverðlaunahátíðin mun fara fram sunnudaginn 9. febrúar.

Þá vann Hildur einnig Emmy-verðlaunin á seinasta ári í flokki frumsaminnar tónlistar fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl, og er hún jafnframt tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir sömu þáttaröð. Verðlaunaafhending Grammy-verðlaunanna mun fara fram þann 26. janúar í Los Angeles. 


©Rune Kongsro