Um KMÍ
Á döfinni

11.1.2024

Natatorium sýnd á South by Southwest

Kvikmyndin Natatorium, í leikstjórn Helenar Stefánsdóttur, hefur verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni South by Southwest í Austin, Texas, í Bandaríkjunum. Myndin verður sýnd í Global-flokki hátíðarinnar, þar sem margt af því besta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndagerð er kynnt fyrir áhorfendum.

Um er að ræða frumsýningu myndarinnar í Norður-Ameríku en nýverið var tilkynnt um heimsfrumsýningu hennar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam, einni stærstu kvikmyndahátíð í Evrópu.

https://www.youtube.com/watch?v=sBlaSXQGw08

Natatorium segir frá ungri stúlku, Lilju, frá Vestmannaeyjum sem kemur til borgarinnar til að þreyta inntökupróf í alþjóðlegan gjörningahóp. Hún ákveður að dvelja hjá ömmu sinni Áróru og afa sínum Grím sem hún hefur ekki séð lengi vegna ósættis í fjölskyldunni. Þegar liður á dvöl Lilju fer ýmislegt undarlegt að koma upp á yfirborðið og ljóst er að það sem hefur sundrað fjölskyldunni er hrikalegt leyndarmál sem enginn þorir að tala um.

Með aðalhlutverk fara Elin Petersdottir og Ilmur María Arnardóttir. Framleiðandi Natatorium er Sunna Guðnadóttir, hjá Bjartsýn Films. Meðframleiðendur eru Heather Millard (Silfurskjár) og Julia Elomäki (Tekele Productions). Með alþjóðlega sölu og dreifingu fer LevelK.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 23. febrúar.