Um KMÍ
Á döfinni

11.2.2019

Noomi Rapace leikur annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson

Sænska leikkonan Noomi Rapace mun koma til með að leika annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Dýrið undir leikstjórn Valdimars Jóhannssonar. Þeir Valdimar og Sjón skrifa handritið að myndinni og Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim eru framleiðendur hennar. Þetta kemur fram á vef Variety 

Dýrið fjallar um Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar sem búa á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamningju um stund. Hamingju sem síðar verður að harmleik. 

Noomi Rapace er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í Millennium-þríleik sænska höfundarins Stieg Larsson, ásamt Hollywood myndum á borð við Sherlock Holmes: A Game of Shadows og Prometheus.

Noomi átti heima á Íslandi í þrjú ár sem barn og segir í viðtali við Variety: „Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt áður og ég get ekki beðið eftir að hefja tökur og snúa til róta minna á Íslandi.“  

Áætlað er að tökur á myndinni hefjist í maí 2019 og með sölu og dreifingu erlendis fer sölufyrirtækið New Europe Film Sales.