Um KMÍ
Á döfinni

8.4.2020

Stafræn námskeið, vinnustofur og fyrirlestrar fyrir kvikmyndagerðarfólk

Lítið er að gerast í kvikmyndagerð um þessar mundir bæði hér á landi og annars staðar. Ýmsar stofnanir og samtök í heiminum hafa brugðist við þessu með því að bjóða upp á stafræn námskeið og vinnustofur fyrir kvikmyndagerðarmenn.

KMÍ hefur tekið saman upplýsingar um nokkur námskeið sem munu vonandi koma kvikmyndagerðarfólki til góðra nota á þeim óvissutímum sem nú standa yfir. 

Fyrst ber að nefna grein frá Wendy Mitchell fyrir Screen International. Þar hefur hún tekið saman lista yfir þau alþjóðlegu átaksverkefni sem sett hafa verið af stað í því skyni að styðja við kvikmyndaiðnaðinn á þessum tímum. Þar má m.a. finna ýmiskonar fjarnám, fyrirlestra, fjáraflanir, ráðgjöf og fleira. Sjá  At a glance: film industry coronavirus creative, social and financial support initiatives.

Vefkynning um „Green filming“ með Philip Gassmann

Philip Gassmann er sérfræðingur á sviði grænnar framleiðslu (e. Green Filming) og hefur hann útbúið vefkynningu um þetta málefni fyrir íslenskt kvikmyndagerðarfólk.

Kynningin fer fram miðvikudaginn 15. apríl kl. 10.30 - 12.00 og allar nánari upplýsingar má finna hér.   

MediaXchange 

MediaXchange býður upp á ýmiskonar stafræn námskeið og vinnustofur með því að markmiði að þróa þekkingu og hæfni í skrifum, uppbyggingu og þróun á sjónvarpsþáttaröðum. Þar má m.a. finna stafrænar vinnustofur með John Yorke, framleiðanda, höfundi og stofnanda BBC Studios Writers Academy. Annars vegar er það vinnustofa í Storytelling for Script Editors, Executives, and Commissioners, og hins vegar Storytelling for TV Screenwriters.

Allar nánari upplýsingar um þau stafrænu námskeið sem MediaXchange býður upp á má finna hér.

Nordic Culture Point

Nordic Culture Point ætlar að streyma ýmsum fyrirlestrum sem koma að Norrænni menningu á Facebook síðu sinni. Þar má meðal annars nálgast fyrirlesturinn Webinar on funding opportunities for cultural cooperation sem er öllum opinn. 

Hér má finna næstu fyrirlestra sem eru á dagskrá hjá Nordic Culture Point.

Eric Pommer Institute

The Erich Pommer Institute býður upp á margskonar námskeið á vefnum fyrir kvikmyndagerðarfólk, líkt og Clearing Rights for Film and TV, European Co-Production, Storytelling for TV Drama og margt fleira. 

Nánari upplýsingar um hvert námskeið fyrir sig má finna hér.  

Creative Europe - Media á Íslandi 

Creative Europe hefur gefið út tilkynningu vegna Covid-19 sem ætluð er umsækjendum um styrki. Ísland er aðili að Creative Europe sem skiptist í MEDIA / kvikmyndir sem styður við kvikmyndir og margmiðlun og Culture / Menning sem styrkir menningu og listir.

Í tilkynningunni kemur fram hvernig Creative Europe muni bregðast við þessum óvissutímum, meðal annars með því að beita eins miklum sveigjanleika og hægt er, framlengja umsóknarfrestum og upplýsa styrkþega sína.

Hér má sjá tilkynningu Creative Europe í heild sinni.


Fréttin verður uppfærð jafnóðum með upplýsingum um komandi námskeið, fyrirlestra og vinnustofur.