Um KMÍ
  • 26. nóvember, Kvikmyndamiðstöð Íslands

Focal Resource óskar eftir umsóknum fyrir International Producers Pooling Programme

26. nóvember

Focal Resource óskar eftir umsóknum fyrir International Producers Pooling Programme (IPPP). Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir framleiðendur sem vilja bæta við þekkingu sína í þróun kvikmynda af öllu tagi. Prógrammið fer fram frá janúar til desember 2019. Umsóknarfrestur rennur út 26. nóvember 2018.

IPPP snýr við dæmigerðri þjálfun framleiðenda með því að styðjast við litla hópa þriggja til fimm framleiðenda sem þeir velja sig sjálfir saman í. Í sameiningu skilgreina framleiðendurnir sameiginlegar þarfir sínar, velja umræðuefni og hvar sérfræðiþekking hvers og eins liggur. M.ö.o. eru framleiðendurnir sjálfir ábyrgir fyrir þjálfun sinni og nálgun.

Allar tegundir verkefna eru gjaldgeng og IPPP útvegar hverjum hópi á bilinu 60.000 til 100.000 evrur, þar sem endanleg upphæð ræðst af því hve mörg framleiðslufyrirtæki eiga hlut að máli.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Focal Resource og í PDF skjali.