Um KMÍ
Á döfinni

12.8.2019

Íslenskar myndir á Nordisk Panorama

Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama fer fram í 30. skipti dagana 19.-24. september í Malmö, Svíþjóð. Hátíðin er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn.

Veitt eru verðlaun fyrir bestu heimildamyndina, stuttmyndina og björtustu vonina (Best New Nordic Voice), auk áhorfendaverðlauna. Hliðarkeppni af stutt- og heimildamyndakeppnunum er svo Young Nordics þar sem keppa myndir sem sérstaklega ætlaðar börnum. Tilkynnt hefur verið um þær myndir sem valdar hafa verið í aðalkeppnir hátíðarinnar, en í lok júlí var tilkynnt um þau verkefni sem taka þátt í Nordisk Panorama Forum.

VasulkaEffect

Í ár mun heimildamyndin Vasúlka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur keppa um „Best Nordic Documentary“ verðlaunin og er hún ein af 14 norrænum heimildamyndum sem keppa um 11.000€ verðlaunafé. Myndin var frumsýnd hérlendis á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg þar sem hún vann til áhorfendaverðlaunanna sem kallast Einarinn.  

TurnUmskipti

Stuttmyndin Umskipti eftir Sesselíu Ólafsdóttur og Peter Callow var valin til keppni um björtustu vonina (Best New Nordic Voice). Umskipti er á meðal 12 stuttmynda sem keppa um 5.000€ verðlaunafé.

Throughwindow

Þá var hin norska/íslenska stuttmynd To Plant a Flag eftir Bobbie Peers valin til þátttöku á Nordic Shorts“ og er hún á meðal 20 norrænna stuttmynda sem keppa um 7.000€ verðlaunafé. Auk þess er sigurmyndin gjaldgeng í tilnefningu á stuttmyndahluta Óskarsverðlaunahátíðarinnar.

Nordisk Panorama hátíðin nýtur meðal annars stuðnings kvikmyndamiðstöðva allra Norðurlandanna, Norðurlandaráðs og Creative Europe áætlunar ESB.