Um KMÍ
Á döfinni

24.6.2020

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík óskar eftir innsendum myndum

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram dagana 24. september - 4. október næstkomandi.

RIFF tekur nú á móti innsendum myndum og hvetur íslenskt kvikmyndagerðarfólk til að senda myndir sínar til þátttöku á hátíðinni. Umsóknarfrestur er 15. júlí og íslensku kvikmyndagerðarfólki að kostnaðarlausu tímabundið.

Tekið er á móti leiknum kvikmyndum í fullri lengd ásamt heimildamyndum og stuttmyndum. Myndir þurfa að vera framleiddar eftir 1. janúar 2019 og ekki frumsýndar hér á landi. 

Allar umsóknir þurfa að berast í gegnum Filmfreeway gáttina sem má finna hér. 

Hátíðin stendur yfir í ellefu daga og býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar.

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið sem og Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík má finna hér.