Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar árið 2018

Fjárlög 2018 samþykkt á Alþingi

Fjárlög fyrir árið 2018 hafa verið samþykkt af Alþingi, sem tiltaka fjárheimildir Kvikmyndasjóðs og til starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) á árinu.

Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs nema 994,7 m.kr. á árinu 2018 og hækka um 80 m.kr. frá fyrra ári í samræmi við samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð frá 2016 til 2019 milli stjórnvalda og hagsmunaaðila, sem tiltekur bæði fjárveitingar til Kvikmyndasjóðs, skiptingu fjárheimilda í sjóðshluta og helstu áherslur í starfi KMÍ og sjóðsins.

Tafla 1 sýnir þróun fjárframlaga til Kvikmyndasjóðs frá 2013 til 2018

Tafla 1: Framlag til Kvikmyndasjóðs 2013-2018 Fjárhæðir í m.kr.
2013 2014 2015 2016 2017 2018
Framlag til Kvikmyndasjóðs 1.020,0 624,7 774,7 844,7 914,7 994,7
Breyting f.f.á. -395,3 150 70 70 80


Samkomulag um stefnumörkun fyrir kvikmyndagerð tilgreinir að úthlutunum Kvikmyndasjóðs skuli skipt milli þriggja sjóðshluta byggt á tegund kvikmyndaverka með fastri hlutfallsskiptingu. Þar kemur fram að 65% úthlutana sjóðsins skuli varið til leikinna kvikmynda, 18% til leikins sjónvarpsefnis og 17% til heimildamynda.

Um 70 m.kr. af fjárheimildum sjóðsins koma ekki til úthlutana í formi styrkja. Þar af eru 40 m.kr. eyrnamerktar mögulegum breytingum vegna endurskoðunar laga o.fl., en þeirri fjárhæð var áður varið til miðastyrkja og endurgerðar á eldri kvikmynda. Þá fjármagnar sjóðurinn aðild að alþjóðlegu samstarfi og sjóðum sem kvikmyndagerðarmenn geta sótt í og launalið kvikmyndaráðgjafa.

Til úthlutunar úr kvikmyndasjóði á árinu 2018 er gert ráð fyrir 924,7 m.kr. sem hækkar um 80 m.kr. frá fyrra ári til samræmis við hækkun fjárheimilda.

Tafla 2 sýnir skiptingu þess fjármagns sem varið er til styrkveitinga úr Kvikmyndasjóði frá 2016 til 2018 eftir sjóðshlutum. Þar sést að 80 m.kr. hækkun fjárheimilda til Kvikmyndasjóðs skiptist þannig að um 50 m.kr. renna til sjóðshluta leikinna kvikmynda en um 15 m.kr. til hvors hinna tveggja.

Tafla 2: Úthlutun skipt í sjóðshluta skv. samkomulagi um kvikmyndagerð Fjárhæðir í m. kr.
% 2016 2017 2018
Leiknar kvikmyndir 65% 505 550 600
Leikið sjónvarpsefni 18% 140 152 167
Heimildamyndir 17% 133 143 158
Samtals til úthlutunar 778,0 845,0 925,0

Framlag til KMÍ nemur 131,8 m.kr. á árinu 2018, sem er 3,9 m.kr. hækkun milli ára eða um 3%.

Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður KMÍ og gert er ráð fyrir að launakostnaður nemi um 70 m.kr. Þar er um nokkra hækkun að ræða vegna aukinna verkefna við endurgreiðslukerfi kvikmynda skv. samningi KMÍ við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, og er í raun ekki greitt fyrir af fjárheimildum sem varið er til kjarnastarfsemi KMÍ.

Þá er hefur markaðs- og kynningarstarf hefur verulegt vægi í starfsemi KMÍ. Þar vega þyngst styrkir til kvikmyndahátíða og aðila sem standa fyrir sýningum menningarlegra kvikmynda á Íslandi en áætlað er að ríflega 30 m.kr verði varið til þeirra verkefna á árinu. Kynningarkostnaður á erlendum kvikmyndahátíðum sem innifelur gerð kynningarefnis, sendingarkostnað mynda á hátíðir og ferðakostnað nema um 15 m.kr. Þá styður KMÍ vinnusmiðjur og námskeið fyrir fagaðila og er áætlað að sá liður nemi um 3 m.kr. á árinu 2018. Erlend aðildargjöld og þátttaka í erlendu samstarfi um íslenska kvikmyndagerð nemur um 4 m.kr. Áætlað er að fyrir kostnaður við húsnæði, rekstur upplýsingakerfa og almennan rekstur nemi um 20 m.kr.

 Framlag til starfsemi KMÍ hækkar um 7,7 m.kr. og munar þar mestu um áætlaðar launa- og verðlagsbreytingar.

 Vekja má athygli á breytingu sem varðar stöðu kvikmyndagreinarinnar og skapandi greina almennt. Hagstofa Íslands fær 50 m.kr. fjárheimild sem verja skal til þess að bæta hagtölur um húsnæðismál, ferðaþjónustu, menningarmál og skapandi greinar. 

Sjá útlistun hér að neðan: 

Tafla 1: Fjárheimildir KMÍ 2012-2017 skv. fjárlögum og 2018 skv. fjárlagafrumvarpi  Fjárhæðir í m.kr.
Kvikmyndamiðstöð Íslands   2014 2015 2016 2017 2018
Kvikmyndamiðstöð Íslands   131,2 121,7 132,1 139,9 152,1
Sértekjur Kvikmyndamiðstöðvar   -10,4 -7,8 -8,0 -8,1 -16,4
Framlag til rekstrar KMÍ
(kynningar,styrkir vegna listrænna kvikmyndasýninga)
  120,8 113,9 124,1 131,8 135,7
Framlag til Kvikmyndasjóðs   624,7 774,7 844,7 914,7 994,7
Fjárheimild KMÍ samtals   745,5 888,6 968,8 1.046,5 1.130,4

Í samræmi við samkomulag um stefnumörkun í kvikmyndagerð skiptast framlög í sjóðinn milli þriggja sjóðshluta byggt á tegund kvikmyndaverka. Þar kemur fram að 65% úthlutana sjóðsins skuli varið til leikinna kvikmynda, 18% til leikins sjónvarpsefnis og 17% til heimildamynda.

Hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð um 80 m.kr. á árinu 2018 myndi skila sér í auknu bolmagni sjóðsins til að styrkja leiknar kvikmyndir um 57 m.kr., leikið sjónvarpsefni um 16 m.kr. og heimildamyndir um 15 m.kr.

Tafla 2 sýnir áætlaða skiptingu úthlutana Kvikmyndasjóðs fyrir sjóðshluta fyrir árin 2018 og 2019 miðað við áætlaða hækkun og sömu skiptingu fyrir árið 2016 og 2017 til samanburðar.

Tafla 2: Úthlutun skipt í sjóðshluta skv. samkomulagi um kvikmyndagerð  Fjárhæðir í m.kr.

    % 2016 2017 2018 2019
Leiknar kvikmyndir   65% 507 547 600 657
Leikið sjónvarpsefni   18% 140 152 166 182
Heimildamyndir   17% 132 143 156 172
Samtals til úthlutunar     779 842 922 1.011

Þess ber að geta að hluti fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs kemur ekki til úthlutana í formi styrkja. Þar má nefna að í samkomulagi um stefnumörkun í kvikmyndagerð fyrir árin 2017 til 2019 eru 40 m.kr. eyrnamerktar öðrum þáttum tengdum endurskoðun laga o.fl. auk þess sem sjóðurinn fjármagnar aðild að alþjóðlegu samstarfi og launalið kvikmyndaráðgjafa.

 
Um KMÍ