Hátíðir og verðlaun

Íslenskar kvikmyndir á hátíðum 2019 - alþjóðleg verðlaun

Íslenskar kvikmyndir hafa unnið til fjölmargra verðlauna á alþjóðlegum vettvangi. Hér að neðan er að finna samantekt á verðlaunum fyrir árið 2019. 

Allar ábendingar vegna skráningar um verðlaun eru vel þegnar og óskast sendar á info@kvikmyndamidstod.is

Samtals hafa íslenskar kvikmyndir unnið til 33 verðlauna á alþjóðlegum vettvangi árið 2019. Hér að neðan er að finna samantekt á þeim.

Leiknar kvikmyndir:

Bergmál (leikstjóri: Rúnar Rúnarsson)

Hlaut aðalverðlun dómnefndar unga fólksins á kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss, 7. - 17. ágúst.

Rúnar Rúnarsson hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn í aðalkeppni (Ribera del Duero) á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Seminci í Valladolid á Spáni, 19. - 26. október. 

Vann til Interfilm kirkjuverðlaunanna á á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi, 29. október - 3. nóvember.

Kjartan Sveinsson vann til tónskáldaverðlaunanna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Les Arcs fyrir tónlist sína í Bergmál. Hátíðin fór fram dagana 14. - 21. desember í Frakklandi.  

End of Sentence (leikstjóri: Elfar Aðalsteins)

Hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Mannheim-Heidelberg, Þýskaland, 14. - 24. nóvember.

Hvítur, hvítur dagur (leikstjóri: Hlynur Pálmason)

Ingvar Sigurðsson valinn besti leikarinn (Louis Roederer Foundation Rising Star Award) á International Critics' Week -Cannes, 15. - 23. maí

Ingvar Sigurðsson hlaut leikaraverðlaunin á Transilvania International Film Festival, 31. maí - 6. júní

Vann til aðalverðlaunanna sem besta myndin (Propeller of Motovun) á kvikmyndahátíðinni í Motovun í Króatíu, 23. -27. júlí

Hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar í flokknum besta alþjóðlega myndin á Zurich Film Festival í Sviss, 26. september - 6. október.

Vann til aðalverðlaunanna sem besta leikna kvikmyndin (Jury Selection for Best Narrative Feature) og Ída Mekkín Hlynsdóttir sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir leik sinn í myndinni á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Hamptons í Bandaríkjunum, 10. - 14. október. 

Ingvar Sigurðsson valinn besti leikarinn á Festival du nouveau cinéma í Montreal, Kanada, 9. - 20. október.

Valin besta Norræna kvikmyndin á Nordic International Film Festival, New York, 16. - 20. október. 

Vann til aðalverðlaunanna (NDR Film Prize) fyrir bestu kvikmynd á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi, 29. október - 3. nóvember.

Vann þrenn verðlaun á Torino Film Festival á Ítalíu, 22. - 30. nóvember. Myndin hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar fyrir bestu kvikmyndina, AVANTI! verðlaunin og sérstaka dómnefndarviðurkenningu fyrir besta handrit.

Kona fer í stríð (leikstjóri: Benedikt Erlingsson) - vann einnig til verðlauna árið 2018

Vann til áhorfendaverðlaunanna á Tromsö International Film Festival, 14. - 20. janúar

Davíð Þór Jónsson hlaut HARPA Nordic Film Composers Award fyrir tónlist sína við kvikmyndina.  

Lof mér að falla (leikstjóri: Baldvin Z)

Vann til „Most disturbing feature film“ verðlaunanna á Ramdam Festival Belgium, 12. - 22. janúar

Kristín Þóra Haraldsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar (Mentions Spéciales Prix d'interprétation féminine) á Mamers en Mars, 15. - 17. mars

Valin besta mynd unga fólksins á Oulu barna- og unglingamyndahátíðinni, Finnland, 18. - 24. nóvember

Tryggð (leikstjóri: Ásthildur Kjartansdóttir)

Hlaut verðlaunin „Sigillo della pace“ eða friðarverðlaunin voru veitt af borgarstjóra Flórensborgar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Cinema e Donne, Flórens, Ítalía, 20. - 24. nóvember.

Heimildamyndir:

Even Asteroids Are Not Alone (Leikstjóri: Jón Bjarki Magnússon)

Myndin hlaut verðlaun hinnar konunglegu mannfræðistofnunar í Bretlandi fyrir bestu stuttmyndina á RAI Film Festival (Royal Anthropological Institute) í Bristol, Bretlandi

In Touch (leikstjóri: Pawel Ziemilski) - vann einnig til verðlauna árið 2018

Hlaut "The Human Value Award" á 21st Thessaloniki Documentary Festival, 1. - 10. mars

Hlaut sérstaka viðurkenningu í Wrocław á Millennium Docs Against Gravity Film Festival, 10 - 24. maí, Pólland.

Wann aðalverðlaunin "The Spotlight" á Skjaldborg Icelandic Documentary Film Festival, 7 - 10. júní.

Vann Bronze Castle verðlaunin á Off Cinema Poznan, 15 - 20. október, Pólland.

Vann Festiwal Kamera Akcja Young Critics' verðlaunin og "Patient Eye" verðlaunin á Człowiekw zagrożeniu - Łódź , 19 - 23. nóvember Pólland.

Hlaut sérstaka viðurkenningu á Kinoz duszą - Wawa, 22 - 26. október, Pólland.

Hlaut aðalverðlaunin fyrir bestu pólsku myndina á Human Doc Festival, 22 - 24. nóvember, Varsjá. 

The seer and the unseen (leikstjóri: Sara Dosa)

Vann til "The McBaine Bay Area Documentary Feature Award" á San Francisco International Film Festival, 10. - 23. apríl 


Stuttmyndir

Blaðberinn (leikstjóri: Ninna Pálmadóttir)

Valin besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík International Film Festival (RIFF), Ísland, 26. september - 6. október

Vann Fiction Short verðlaunin á Euroshorts Young Filmmakers í Póllandi, 25. nóvember - 14. desember

Kanarí (leikstjóri: Erlendur Sveinsson)

Hlaut "Vimeo Staff Pick" verðlaunin á Aspen Shortsfest, 2. - 7. apríl